Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo fékk gullið tækifæri til að gerast markahæsti landsliðsmaður allra tíma nú rétt í þessu er Portúgal fékk vítaspyrnu gegn Írlandi í undankeppni HM í kvöld.
Bruno Fernandes vann vítaspyrnuna fyrir Portúgal en það var Ronaldo sem ákvað að taka spyrnuna.
Hann lét vaða á markið en Gavin Bazunu varði spyrnuna. Ef Ronaldo hefði skorað þá væri hann markahæsti landsliðsmaður allra tíma en hann er jafn með Ali Daei með 109 mörk.
Það hefur verið rætt og ritað um það hver verður vítaskytta Manchester United á þessu tímabili eftir að Ronaldo gekk til liðs við félagið. Bruno hefur verið öruggur á punktinum fyrir United og gerði þrettán mörk úr vítum á síðustu leiktíð.
Hægt er að sjá spyrnuna hér fyrir neðan.
Sjáðu vítaspyrnu Ronaldo
Athugasemdir