Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. janúar 2023 21:53
Brynjar Ingi Erluson
England: Markalaust á Emirates - Everton fékk skell á heimavelli
Mynd: EPA
Nick Pope átti góðan dag í marki Newcastle
Nick Pope átti góðan dag í marki Newcastle
Mynd: EPA
Aleksandar Mitrovic skoraði sigurmark Fulham
Aleksandar Mitrovic skoraði sigurmark Fulham
Mynd: EPA
Frank Lampard og hans menn töpuðu stórt á heimavelli
Frank Lampard og hans menn töpuðu stórt á heimavelli
Mynd: EPA
Newcastle United tókst að stöðva sigurgöngu Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðin gerðu markalaust jafntefli á Emirates-leikvanginum. Everton tapaði þá fyrir Brighton, 4-1, á Goodison Park á meðan Fulham lagði Leicester, 1-0.

Arsenal hafði unnið fimm deildarleiki í röð fram að leiknum gegn Newcastle í kvöld og reyndi liðið allt til að taka sjötta sigurinn í kvöld en það bara gekk ekki.

Heimamenn byrjuðu vel. Martin Ödegaard átti skot rétt yfir markið á 4. mínútu. Nick Pope, markvörður Newcastle, þurfti að vera vel vakandi þessar fyrstu mínútur því stuttu síðar varði hann frá Bukayo Saka með löppunum.

Brasilíski miðvörðurinn Gabriel átti þá skalla rétt framhjá markinu undir lok fyrri hálfleiks eftir aukaspyrnu Ödegaard.

Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir átti Gabriel Martinelli skalla rétt framhjá markinu og enn og aftur var það Ödegaard sem var að skapa færin.

Undir lok leiksins komst Eddie Nketiah í dauðafæri til að tryggja Arsenal sigurinn en Pope varði stórkostlega vel með löppunum og náði þannig í stig fyrir Newcastle. Sterkt stig fyrir gestina sem eru með 35 stig í 3. sæti en Arsenal á toppnum með 44 stig.

Mitrovic afgreiddi Leicester

Fulham lagði Leicester að velli, 1-0, á King Power-leikvanginum, en það var Aleksandar Mitrovic sem gerði eina mark leiksins á 17. mínútu eftir laglega sendingu frá Willian.

Það er í raun ótrúlegt hvernig Leicester jafnaði ekki leikinn. Liðið fékk urmul af færum til þess að koma til baka en boltinn var ekki á því að fara í netið.

Bernd Leno var eins og köttur í marki Fulham og þá hjálpaði tréverkið honum aðeins þegar Youri Tielemans hamraði boltanum í slá þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Fulham slapp og tók öll stigin en liðið er í 7. sæti með 28 stig á meðan Leicester er í 13. sæti með 17 stig.

Everton tapaði stórt á Goodison

Frank Lampard, stjóri Everton, mun líklega ekki halda stjórastólnum mikið lengur en lið hans tapaði 4-1 fyrir Brighton á Goodison Park.

Kaoro Mitoma kom Brighton yfir á 14. mínútu með góðri hreyfingu framhjá Conor Coady áður en hann lét vaða á markið. Brighton gat hæglega bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleik en það gat beðið fram að síðari hálfleiknum.

Brighton skoraði þrjú mörk á sex mínútna kafla í byrjun síðari hálfleiks. Hinn 18 ára gamli Evan Ferguson kom Brighton í 2-0 eftir sendingu frá Jeremy Sarmiento og þá gerði Solly March þriðja markið eftir að hafa farið illa með James Tarkowski.

Pascal Gross las slaka sendingu Idrissa Gana Gueye til baka og náði til boltans áður en hann kom boltanum í netið.

Demarai Gray minnkaði muninn undir lok leiks úr vítaspyrnu sem Alex Iwobi fiskaði. Lengra komust andlausir Everton-menn ekki og lokatölur 4-1. Brighton er í 8. sæti með 27 stig en Everton í 16. sæti með 15 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Arsenal 0 - 0 Newcastle

Everton 1 - 4 Brighton
0-1 Kaoru Mitoma ('14 )
0-2 Evan Ferguson ('51 )
0-3 Solly March ('54 )
0-4 Pascal Gross ('57 )
1-4 Demarai Gray ('90 , víti)

Leicester City 0 - 1 Fulham
0-1 Aleksandar Mitrovic ('17 )
Athugasemdir
banner
banner
banner