Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Galatasaray heppnir að ná jafntefli í titilslagnum
Mynd: EPA
Galatasaray 0 - 0 Fenerbahce

Galatasaray og Fenerbahce tókust á í stórleik tímabilsins í tyrknesku deildinni í dag.

Galatasaray var með sex stiga forystu á toppi deildarinnar en í dag voru lærlingar José Mourinho í liði Fenerbahce talsvert sterkari.

Galatasaray skapaði ekki hættu en gestirnir komust nálægt því að skora í síðari hálfleik. Boltinn rataði ekki í netið og urðu lokatölur 0-0.

Galatasaray er því áfram með sex stiga forystu á toppi deildarinnar.

Davinson Sanchez, Lucas Torreira, Mario Lemina og Victor Osimhen voru meðal byrjunarliðsmanna Galatasaray á meðan það mátti finna menn á borð við Milan Skriniar, Fred, Filip Kostic og Youssef En-Nesyri í byrjunarliði Fenerbahce.
Athugasemdir
banner
banner
banner