Everton er í þessum skrifuðu orðum að tapa fyrir Brighton, 4-0, á Goodison Park en er nú komið að kveðjustund hjá Frank Lampard?
Bláklædda liðið úr Bítlaborginni er að láta kjöldraga sig á heimavelli en þeir Kaoru Mitoma, Evan Ferguson, Solly March og Pascal Gross eru allir komnir á blað fyrir Brighton.
Everton átti ágætis leik gegn Englandsmeisturum Manchester City síðustu helgi, eftir að hafa átt frekar slaka byrjun á tímabilinu. Flestir töldu að það væri meira í vændum frá þeim bláklæddu og að kannski væri Lampard að takast að byggja ofan á eitthvað, en svo virðist ekki.
Útlitið er alls ekki gott þegar hálftími er eftir og er nokkuð víst að starf Lampard hangir á bláþræði. Hann er að öllum líkindum að stýra Everton í síðasta sinn í kvöld.
Lampard rekinn klárt.
— Rikki G (@RikkiGje) January 3, 2023
….this will be the end of Lampard at Everton
— Jan Aage Fjørtoft ?????????? ???????? ???????? (@JanAageFjortoft) January 3, 2023
Athugasemdir