Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. janúar 2023 16:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sævar Atli í landsliðshópinn fyrir veikan Arnór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ein breyting hefur verið gerð á landsliðshópnum sem mætir Eistlandi og Svíþjóð í vináttuleikjum í næstu viku. Sævar Atli Magnússon kemur inn í hópinn fyrir Arnór Sigurðsson sem getur ekki tekið þátt vegna veikinda.

Leiknismaðurinn Sævar er leikmaður Lyngby í Danmörku og gæti þreytt frumraun sína með A-landsliðinu í næstu viku. Sævar, sem er 22 ára sóknarmaður, var hluti af U21 landsliðinu í síðustu undankeppni liðsins.

Hópurinn var tilkynntur í desember, eftir að 22 leikmenn voru valdir bættist Bjarni Mark Antonsson við og eru því 23 leikmenn í hópnum.

Leikirnir eru vináttuleikir sem fara fram í Portúgal.

Tengt efni:
Bjarni Mark kemur inn í landsliðshópinn
Landsliðshópurinn
Arnar útskýrir landsliðsvalið - Einn í viðbót valinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner