Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. janúar 2023 23:02
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Ekki okkar besti leikur
Mynd: EPA
„Ég er ánægður með úrslitin en þetta var samt sem áður ekki okkar besti leikur. Við verðum að vera hreinskilnir með þetta, þvi við vspiluðum ekki sem lið. Við skoruðum frábær mörk, en við vorum heppnir á köflum og De Gea átti nokkrar glæsilegar vörslur. Við hefðum getað verið klókari sem lið,“ sagði Erik ten Hag, stjóri Manchester United, eftir 3-0 sigurinn á Bournemouth á Old Trafford í kvöld.

Casemiro, Luke Shaw og Marcus Rashford skoruðu mörk United í leiknum en þau hefðu getað verið fleiri.

David De Gea bjargaði United nokkrum sinnum í leiknum með kattarhreyfingum sínum og þá áttu Alejandro Garnacho og Anthony Martial fín færi.

Ten Hag segir að leikurinn hafi eflaust verið stórskemmtilegur fyrir áhorfendur en hann sá marga neikvæða punkta.

„Það voru stór svæði opin þegar við vorum í 2-0 forystu og stundum þarftu bara að halda boltanum og skynja það hvenær þú átt að reyna að skora mark. Það er næsta skref en það er samt alltaf gott að vinna 3-0. Þetta var glæsileg frammistaða fyrir áhorfendur og færi á báða bóga, en það að vinna -0 er alltaf gott.“

„Við verðum að taka einn leik fyrir í einu. Næsti leikur er bikarleikur en við viljum vinna alla leiki. Þannig verðum við að nálgast þetta og viljum hreinlega ekki horfa lengra. Það verður erfiður leikur og við þurfum orku til að undirbúa okkur fyrir það,“
sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner