Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 11:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wayne Rooney eftirsóttur
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrátt fyrir erfiða byrjun á stjóraferlinum sínum, þá er Wayne Rooney eftirsóttur innan fótboltans.

Samkvæmt Mirror er Rooney eftirsóttur af ýmsum sjónvarpsstöðvum sem vilja ráða hann sem sérfræðing.

Það er spurning hvort Rooney snúi sér að þeim geira á þessum tímapunkti. Hann var rekinn frá Plymouth eftir að hafa stýrt þeim bara í 25 leikjum og þar áður var hann bara í 83 daga hjá Birmingham.

Samkvæmt Mirror hefur breska ríkisútvarpið áhuga á að ráða Rooney í markaþáttinn Match of the Day og þá er hann einnig á lista hjá Sky Sports og TNT Sports.

Rooney, sem er 39 ára, var stórkostlegur leikmaður á sínum ferli og er hann markahæsti leikmaður í sögu Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner