Það kom upp stórfurðulegt atvik í hollensku deildinni um helgina þegar Heerenveen og Fortuna Sittard áttust við.
Staðan var 2-1 fyrir Heerenveen allt fram á 90. mínútu þegar Rodrigo Guth jafnaði metin fyrir Sittard eftir hornspyrnu.
Það var mikil reiði í herbúðum Heerenveen í kjölfarið en ástæðan er sú að rétt áður en liðið fékk hornspyrnu voru 12 leikmenn inn á vellinum, markmaðurinn og ellefu úti.
Atvikið átti sér stað á 88. mínútu þegar Fortuna gerði tvöfalda breytingu. Darijo Grujcic og Owen Johnson komu inna. Jasper Dahlhaus fór hins vegar bara tímabundið af velli.
Fortuna fékk síðan innkast og þá fór Alen Halilovic af velli sem hann átti að gera upphaflega. Í kjölfarið fékk Sittard hornspyrnuna sem þeir skoruðu úr.
Robin van Persie, stjóri Heerenveen var allt annað en sáttur.
„Venjulega tala ég aldrei við dómarana og leyfi þeim að vinna sína vinnu en það getur ekki verið í lagi að vera með tólf menn inná. Það er óhugsandi. Ég spurði fjórða dómarann: 'Átt þú ekki að gera eitthvað í þessu?'" sagði Van Persie.
Hann var spurður að því hvað hann myndi vilja sjá gert í málinu: „Til dæmis taka markið til baka. Það má ekki spila tólf á móti ellefu. Ég skil þetta ekki, þetta er skandall," sagði Van Persie.
Hollenska sambandið ætlar að leita til fróðari manna um hvað skal gert í þessu máli.
Dutch refereeing has sunk to a new low: SC Heerenveen - Fortuna Sittard resumed today with Fortuna fielding 12 players
byu/pokIane insoccer
Athugasemdir