Markvörðurinn Alex Palmer er á leið í læknisskoðun hjá Ipswich Town.
Ipswich er að kaupa Palmer frá West Brom fyrir 5 milljónir punda.
Ipswich er að kaupa Palmer frá West Brom fyrir 5 milljónir punda.
Palmer, sem er 28 ára, hefur spilað 104 leiki fyrir West Brom sem er í sjötta sæti Championship-deildarinnar í augnablikinu.
West Brom telur sig geta selt hann á þessum tímapunkti þar sem að í liðinu eru öflugir varamarkverðir.
Christian Walton er meiddur í nokkrar vikur og því er Ipswich að sækja Palmer. Hann mun koma inn og berjast við Arijanet Muric um sæti í liðinu.
Athugasemdir