Tyrkneska félagið Galatasaray hefur fengið spænska framherjann Alvaro Morata á eins árs lánssamningi frá AC Milan.
Samningurinn er til janúar 2026 en þá hefur tyrkneska félagið ákvæði um að framlengja lánstímann um sex mánuði eða kaupa leikmanninn alfarið.
Samningurinn er til janúar 2026 en þá hefur tyrkneska félagið ákvæði um að framlengja lánstímann um sex mánuði eða kaupa leikmanninn alfarið.
Galatasaray borgar 6 milljónir punda fyrir samkomulagið en Morata lenti í Istanbúl í gær og fékk konunglegar móttökur á flugvellinum.
Morata er 32 ára og skoraði 5 mörk í 16 leikjum eftir að hann kom til félagsins síðasta sumar, frá Atletico Madrid. Hann var fyrirliði Spánar sem varð Evrópumeistari í fyrra.
Álvaro Morata
— AC Milan (@acmilan) February 2, 2025
Official Statement ???? https://t.co/7Wht5mBmlA
Comunicato Ufficiale ???? https://t.co/QDVTVAYMSb pic.twitter.com/bdY2z0dDQa
Athugasemdir