Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mið 03. júlí 2019 16:18
Magnús Már Einarsson
Víkingur R. með tilboð í Óttar Magnús
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. hefur lagt fram tilboð í Óttar Magnús Karlsson framherja Mjallby en þetta staðfestir Milos Milojevic þjálfari sænska félagsins í samtali við fjölmiðla þar í landi.

„Við höfum fengið tilboð í Óttar Magnús Karlsson frá Víkingi Reykjavík. Þetta veltur að hluta til á hans ákvörðun núna," sagði Milos við Blekinge Läns Tidning.

Hinn 22 ára gamli Óttar er uppalinn Víkingur en hann sló í gegn með liðinu sumarið 2015 þegar hann skoraði sjö mörk í þrettán leikjum.

Í kjölfarið fór Óttar til Molde í Noregi en í fyrra var hann á láni hjá Trelleborg í Svíþjóð.

Óttar Magnús samdi við Mjallby síðastliðinn vetur og hefur skorað eitt mark í tólf leikjum í sænsku B-deildinni á þessu tímabili. Mjallby er sem stendur í 2. sæti í þeirri deild.

Víkingur R. hefur nú þegar fengið tvo leikmenn eftir að félagaskiptaglugginn opnaði í fyrradag en það eru íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason og Kwame Quee sem kemur á láni frá Breiðabliki.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner