Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 03. desember 2018 19:55
Elvar Geir Magnússon
Dregið í bikarnum: Jón Daði á Old Trafford - Úlfarnir gegn Liverpool
Jón Daði Böðvarsson í leik með Reading.
Jón Daði Böðvarsson í leik með Reading.
Mynd: Getty Images
Nú rétt í þessu var verið að draga í þriðju umferð ensku FA-bikarkeppninnar. Stóru liðin eru komin inn í keppnina en alls eru sex utandeildarlið komin á þetta stig.

Ruud Gullit og Paul Ince sáu um að draga í beinni útsendingu á BBC og niðurstöðuna má sjá hér að neðan.

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Reading eru á leiðinni á Old Trafford en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta D-deildarlii Lincoln City.

Ríkjandi bikarmeistarar í Chelsea mæta Nottingham Forest, Manchester City leikur gegn Rotherham og Liverpool fær úrvalsdeildarslag gegn Wolves.

Bolton Wanderers - Walsall eða Sunderland
Millwall - Hull City
Gillingham - Cardiff City
Brentford - Oxford United
Sheffield Wednesday - Luton Town
Manchester United - Reading
Everton - Lincoln City
Tranmere eða Southport - Tottenham
Preston - Doncaster Rovers
Newcastle United - Blackburn Rovers
Chelsea - Nottingham Forest
Crystal Palace - Grimsby Town
Derby County - Southampton
Accrington Stanley - Ipswich Town
Bristol City - Huddersfield Town
Wrexham - Leicester City
Fulham - Oldham
Shrewsbury Town - Stoke City
Solihull Moors eða Blackpool - Arsenal
Manchester City - Rotherham United
AFC Bournemouth - Brighton
West Ham - Birmingham City
Woking - Watford
Burnley - Barnsley
QPR - Leeds United
Sheffield United - Barnet
Norwich City - Portsmouth
Guiseley eða Fleetwood - AFC Wimbledon
West Brom - Wigan
Athugasemdir
banner
banner
banner