Pape Mamadou Faye er genginn í raðir Víkings Reykjavík frá Grindavík en þetta staðfesti Heimir Gunnlaugsson formaður meistaraflokksráðs félagsins við Fótbolta.net í dag.
Pape skrifaði undir þriggja ára samning við Víking og er klár í slaginn í fyrsta leik 1. deildar karla næstkomandi fimmtudagskvöld gegn hans gömlu félögum í Grindavík.
Pape skrifaði undir þriggja ára samning við Víking og er klár í slaginn í fyrsta leik 1. deildar karla næstkomandi fimmtudagskvöld gegn hans gömlu félögum í Grindavík.
Hann hefur æft með Víkingi upp á síðkastið og skoraði tvö mörk í æfingaleik við ÍBV á dögunum.
Hann ræddi einnig við Víking Ólafsvík og BÍ/Bolungarvík en hefur nú valið að fara í Víking Reykjavík.
Pape Mamadou Faye er 22 ára gamall Senegali sem ólst upp á Íslandi. Hann kom upp úr yngri flokka starfi Fylkis og hóf meistaraflokksferil sinn þar árið 2007. Hjá Fylki lék hann undir stjórn Ólafs Þórðarsonar sem í dag þjálfar Víking Reykjavík.
Hann hefur einnig spilað með Leikni og Grindavík, samtals 82 leiki og hefur skorað í þeim 21 mark.
Athugasemdir