Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í Herthu Berlín eru úr leik í þýska bikarnum eftir að hafa tapað fyrir Köln, 2-1, í framlengdum leik.
Jón Dagur byrjaði leikinn á bekknum gegn Köln en kom inn á þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma.
Hertha var manni færri stærstan hluta leiksins eftir að Deyovaisio Zeefuik fékk að líta rauða spjaldið.
Gestirnir náðu að knýja fram framlengingu en í uppbótartíma hennar fékk Köln vítaspyrnu sem Dejan Ljubicic skoraði úr og fleytti sínum mönnum áfram í 8-liða úrslit.
Wolfsburg vann sannfærandi 3-0 sigur á Hoffenheim. Heimamenn í Wolfsburg gerðu út um leikinn á tuttugu mínútna kafla í síðari hálfleik. Denis Vavro og Jonas Wind skoruðu með fjögurra mínútna millibili áður en Yannick Gerhart gulltryggði sigurinn nokkrum mínútum fyrir leikslok.
Koln 2 - 1 Hertha
0-1 Ibrahim Maza ('12 , víti)
1-1 Florian Niederlechner ('30 , sjálfsmark)
2-1 Dejan Ljubicic ('120 , víti)
Rautt spjald: Deyovaisio Zeefuik, Hertha ('25)
Wolfsburg 3 - 0 Hoffenheim
1-0 Denis Vavro ('63 )
2-0 Jonas Wind ('67 )
3-0 Yannick Gerhardt ('85 )
Athugasemdir