Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fim 03. apríl 2025 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
Breki Freyr gerir sinn fyrsta samning við Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Breki Freyr Ágústsson er búinn að skrifa undir sinn fyrsta samning við Breiðablik.

Breki er 18 ára gamall og hefur verið öflugur með Blikum á undirbúningstímabilinu í vetur.

Hann spilaði þrjá leiki í Lengjubikarnum í vetur eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur hjá 2. flokki Breiðabliks.

Breki er fæddur 2007 og vonast til að fá að taka þátt í leikjum í Bestu deildinni í sumar.


Athugasemdir
banner