Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   fim 03. apríl 2025 09:10
Elvar Geir Magnússon
Mourinho reif í nefið á kollega sínum
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: EPA
Hinn uppátækjasami Jose Mourinho heldur áfram að skapa umræðu í Tyrklandi og gæti átt von á að vera settur í bann fyrir að klípa í nefið á Okan Buruk, stjóra Galatasaray.

Mourinho og lærisveinar í Fenerbahce töpuðu 1-2 í stórleik gegn Galatasaray í tyrkneska bikarnum og tapsár Mourinho fór yfir strikið.

Eins og oft áður í viðureignum þessara liða var mikill hiti í leiknum og að honum loknum greip Mourinho um nefið á Buruk sem fór niður í grasið og lét eins og hann væri sárþjáður.

Í viðtölum eftir leik gerði Buruk ekki mikið úr atvikinu, sagði það ekki vera neitt stórmál þó hegðun Mourinho hefði vissulega ekki verið smekkleg.

Victor Osimhen skoraði bæði mörk Galatasaray en eins og oft áður er það þó Mourinho sem hirðir allar fyrirsagnirnar.


Athugasemdir
banner