Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. maí 2022 00:00
Fótbolti.net
5. sæti í spá Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina: Fjölnir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Arnar
Úlfur Arnar
Mynd: Fjölnir
Gummi Kalli
Gummi Kalli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hans Viktor lék aðeins seinni hlutann á síðasta tímabili vegna meiðsla.
Hans Viktor lék aðeins seinni hlutann á síðasta tímabili vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Sex aðilar spáðu í spilin fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-12 eftir því hvar þeim var spáð. Efsta sætið hjá hverjum aðila fékk tólf stig og svo koll af kolli.

Spáin:
5. Fjölnir, 42 stig
6. Þór, 42 stig
7. Grindavík, 37 stig
8. Selfoss, 30 stig
9. sæti Grótta, 26 stig
10. Afturelding, 21 stig
11. KV, 13 stig
12. Þróttur Vogum, 6 stig

Um liðið: Fjölnir endaði í þriðja sæti deildarinnar á síðasta tímabili eftir góðan endasprett. Að lokum munaði fimm stigum á liðinu og ÍBV sem fór upp. Liðið náði í 25 stig í seinni umferðinni og 42 stig alls. Það sama má segja um árangurinn á heimavelli (25 stig). Liðið hefur misst öfluga pósta en er að fá Hans Viktor Guðmundsson inn frá byrjun og þá hafa áhugaverðir leikmenn komið til félagsins í vetur.

Þjálfarinn: Fjölnismaðurinn Úlfur Arnar Jökulsson (1983) tók við þjálfun liðsins síðasta haust. Úlfur hafði þjálfað 2. flokk Fjölnis fjögur árin á undan og samhliða því stýrði Úlli, eins og hann er oftast kallaður, liði Vængjum Júpíters síðasta sumar. Þar á undan hafði hann þjálfað meistaraflokk Aftureldingar hluta af tímabilinu 2014 og svo tímabilin 2015-17.

Álit sérfræðings
Rafn Markús og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Rafn Markús gefur sitt álit á Fjölni.

„Fjölnismenn hafa verið frekar slakir í vetur og einungis unnið einn mótsleik. Í bikarnum duttu þeir út gegn Njarðvík í leik þar sem lítið var um að vera hjá þeim. Mikil reynsla er hjá mörgum leikmönnum í hópnum, byrjunarliðið er nokkuð sterkt en hópurinn virkar þunnur. Spurning hvort 5. sætið sé vanmat eða ofmat á stöðu liðsins."

„Það er mjög mikilvægt fyrir Fjölni að gera vel úr sumrinu, þannig að sterkustu leikmenn liðsins hafi áfram trú á verkefninu og verði áfram í félaginu.

„Það eru leikmenn í liðinu sem hafa oft tekið slaginn með Fjölni í þessari deild en þá hefur markmiðið verið skýrt að fara upp og góðar líkur á því. Núna er það ekki alveg jafn raunhæft og spurning hvernig þeir leikmenn eru gíraðir í það."


Lykilmenn: Hans Viktor Guðmundsson Dofri Snorrason og Guðmundur Karl Guðmundsson.

Fylgist með: Hans Viktor Guðmundsson
Það verður gaman að fylgjast með hvernig Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði Fjölnis, kemur inn í tímabilið í ár eftir að hafa meiðst illa og spilaði aðeins 8 leiki í fyrra. Frábær leikmaður með mikla reynslu.

Komnir:
Arnar Númi Gíslason frá Breiðabliki (á láni)
Bjarni Þór Hafstein frá Víkingi Ólafsvík
Guðmundur Þór Júlíusson frá HK
Hákon Ingi Jónsson frá ÍA
Killian Colombie frá Englandi
Reynir Haraldsson frá ÍR

Farnir:
Alexander Freyr Sindrason í Hauka (var á láni)
Arnór Breki Ásþórsson í Fylki
Baldur Sigurðsson í Völsung
Eysteinn Þorri Björgvinsson í Hauka
Helgi Snær Agnarsson í ÍR
Hilmir Rafn Mikaelsson til Ítalíu (á láni)
Jóhann Árni Gunnarsson í Stjörnuna
Kristófer Jacobson Reyes í Kórdrengi
Lúkas Logi Heimisson til Ítalíu (á láni)
Michael Bakare til Skotlands
Ragnar Leóssón

Fyrstu leikir Fjölnis:
6. maí gegn Þrótti V. á útivelli
13. maí gegn Þór á heimavelli
19. maí gegn Fylki á útivelli

Spámenn: Elvar Geir, Guðmundur Aðalsteinn, Rafn Markús, Sæbjörn Steinke, Tómas Þór og Úlfur Blandon.
Athugasemdir
banner
banner