Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   mán 08. janúar 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íslensk félög fengið nei frá Örebro - Þjálfarinn býst við Valgeiri og Axel áfram
Valgeir á U21 æfingu í haust.
Valgeir á U21 æfingu í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Óskar.
Axel Óskar.
Mynd: Instagram
Orri Rafn Sigurðarson greindi frá því á Twitter fyrir helgi að sænska félagið Örebro hefði hafnað tilboðum frá íslenskum félögum í Valgeir Valgeirsson.

Bæði Valur og KR hafa sýnt Valgeiri áhuga sem er samningsbundinn sænska félaginu. Orri segir að Örebro vilji halda Valgeiri fram að sumri og selja hann þá innan Svíþjóðar.

Christian Järdler, þjálfari liðsins, tjáði sig í Nerikes Allehanda um Valgeir og Axel Óskar Andrésson í viðtali á dögunum. Axel hefur verið orðaður frá félaginu en hann vill spila á stærra sviði. Fram kemur í greininni að þeir Valgeir og Axel hafa æft með Víkingi í vetur. Järdler býst þó við að halda þeim.

„Þeir eru báðir leikemnn okkar og ég býst við þeim eins og staðan er núna. Ég ræddi við Axel eftir tímabilið og hann var hreinskilinn með það að hann vildi reyna vinna sér sæti í íslenska landsliðinu og þyrfti því að spila í efstu deild. Ég er opinn fyrir tillögum, en ég hef ekki heyrt frá neinum áhugasömum," sagði Järdler.


Athugasemdir
banner
banner