„Þættinum var að berast bréf," sagði Elvar Geir í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina.
„Ögmundur er með tilboð á borðinu frá KR og þeir eru að leggja allt í sölurnar til að ná í hann. Samtalið er virkt," bætti Elvar við.
„Ögmundur er með tilboð á borðinu frá KR og þeir eru að leggja allt í sölurnar til að ná í hann. Samtalið er virkt," bætti Elvar við.
KR er í markvarðarleit og hefur Ögmundur Kristinsson verið orðaður við félagið í vetur en hann hefur einnig verið orðaður við Breiðablik. Ögmundur er fyrrum landsliðsmarkvörður sem spilar í dag með Kifisia í grísku úrvalsdeildinni.
Ögmundur er 34 ára og spilaði hann síðast á Íslandi árið 2014 en hann var keyptur til Randers það tímabilið. Hann hefur einnig spilað með Hammarby, Excelsior, AE Larisa og Olympiakos á sínum atvinnumannaferli.
Á þessu tímabili hefur Ögmundur varið mark Kifisia í sex leikjum. Hann byrjaði tímabilið í markinu en var svo á bekknum í ellefu leikjum í röð áður en hann sneri til baka í liðið í síðustu umferð.
Ögmundur á alls að baki nítján landsleiki og var hann síðast í hópnum í júní 2021.
Athugasemdir