Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 09. júní 2022 22:27
Haraldur Örn Haraldsson
Magnús Már: Held að hálfur Vesturbærinn hafi öskrað á þetta rauða spjald
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var fúll eftir að liðið hans tapaði á dramatískan hátt eftir mark á 90. mínútu.


Lestu um leikinn: KV 2 -  1 Afturelding

„(mér líður) Illa að sjálfsögðu. Þetta var hörkufótboltaleikur, litaðist auðvitað af því að við erum manni færri í klukkutíma og úr því sem komið var, við vorum búnir að fá vítaspyrnu sem við brennum af, lenda undir eftir skyndisókn og sýna siðan karakter og jafna þá var það gríðarlega svekkjandi að ná ekki allavega að halda þessu og ná þessu stigi. Ég er örugglega litaður en mér fannst í seinni hálfleik að við áttum skilið að fá að minnsta kosti stig úr þessum leik."

Það var mikil harka í leiknum og töluvert af spjöldum. Afturelding hefur mikið verið þekkt fyrir að spila fallegan fótbolta undir stjórn Magnúsar en þeir eru líka til í að fara í hörkuna.

„Við vorum kannski ekki að spila okkar besta bolta í fyrri hálfleiknum, hefðum getað gert betur þar. Menn voru hikandi og ekki on og það kann ekki góðum leik að stýra þannig að fara með 0-0 inn í hálfleik var í rauninni bara, að þeir hefðu ekki verið yfir í fyrri hálfleik. En seinni hálfleikurinn var betri hjá okkur þar sem við vorum manni færri. Menn stóðu saman og þéttuðu raðirnar og rifu sig í gang þannig að frammistaðan verðskuldaði stig en það er ekki spurt af því fótbolta hvernig frammistaðan er heldur hverjir skora fleiri mörk og það var KV sem gerði það í dag."

Afturelding hefur nú tapað stigum á lokamínútum leiks tvo leiki í röð en Magnús telur þetta vera eitthvað sem þeir geta komið í veg fyrir.

„Þetta er bara eitthvað sem við eigum að geta komið í veg fyrir, bæði þessi mörk. Bæði á móti Gróttu í síðasta leik og í þessum leik núna þá eigum við að geta komið í veg fyrir þessi mörk og það er bara okkar að gera betur þar. Við þurfum að líta inn á við og gera þetta betur og þá munu úrslitin koma."

Elmar Kári Enesson Cogic fékk rautt spjald eftir 30 mínútna leik og voru bekkirnir mjög nálægt þessu en Magnúsi fannst þetta frekar harður dómur.

„Mér fannst þetta vera hart, ég er náttúrulega dálítið litaður. Hann liggur í jörðinni og búinn að vera í einhverju klafsi, mögulega átti hann að fá brot en hann liggur í jörðinni og er að reyna að sparka í boltann, liggur og er að reyna að sparka í boltann. Þá einhverneginn lyftist fóturinn hans hærra en hann á að gera og það er engin illska í þessu, það er ekki til illt blóð í þessum dreng Elmari Kára og mér finnst mjög hart að senda hann í sturtu enda var hann steinhissa skiljanlega. Það magnar þetta rosalega upp að þetta gerist við bekkinn hjá KV, ég er ekkert viss um að hann hefði lyft upp rauða spjaldinu hefði þetta gerst á miðjum vellinum en það stukku allir upp á bekknum hjá KV, allir í blokkunum fyrir aftan bekkina öskruðu líka þannig ég held að hálfur Vesturbærinn hafi verið að öskra á þetta rauða spjald og ég held að það hafi mögulega haft áhrif á dómarana að þeir tóku þessa ákvörðun. En eins og ég segi, óheppni. Það er engin illska í þessu hann er alls ekki að reyna þetta og það er sama með þetta eins og allt annað, lukkan hlýtur að koma með okkur einhvertíman seinna og við verðum hinum megin við borðið einhvertímann seinna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner