Hákon Rafn Valdimarsson stóð í markinu er Ísland vann 2-0 útisigur á liði Svarfjallalands ytra fyrr í kvöld. Það skal engan undra að Hákon hafi verið sáttur með úrslitin þegar hann spjallaði við Fótbolta.net að leik loknum.
„Þetta var mjög sætt í lokin, geggjað að hafa náð þessu að vinna þennan leik.“
„Þetta var mjög sætt í lokin, geggjað að hafa náð þessu að vinna þennan leik.“
Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 - 2 Ísland
Leikurinn sem slíkur fer seint í sögubækurnar fyrir áferðafallega og hraða knattspyrnu en þegar Hákon var spurður hvernig hann hafi metið leikinn sagði hann.
„Alls ekki fallegur að horfa á. Fyrri hálfleikur var mjög lokaður og var bara eitthvað eiginlega. Við vorum kannski að venjast vellinum en við töluðum vel saman í hálfleik að koma mikið betur út í síðari hálfleikinn sem við og gerðum og skoruðum tvö góð mörk.“
Um hvað hefði ollið því að liðið var ekki að ná sínum leik upp í fyrri hálfleik sagði Hákon.
„Við vorum kannski eitthvað efins um hvað við ætluðum að gera. Okkur fannst eins og við gætum ekki spilað út úr öllu og það kannski vantaði eitthvað upp á að við vissum hvað við vildum gera útfrá vellinum og aðstæðum. En við löguðum það og gerðum það mjög vel.“
Hákon fékk á sig mark í leiknum sem var þó reyndar dæmt af vegna rangstöðu. Hann átti þá frábæra tvöfalda vörslu en kom engum vörnum við er Þriðji Svartfellingurinn setti boltann í netið af örstuttu færi en gat þó andað léttar að um rangstöðu var að ræða og markið því dæmt af.
„Hann var ekki rangstæður í skallanum og ég veit ekki hver þeirra það var sem var rangstæður. Þetta voru einhver þrjú fjögur færi og það bara hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður. “
Sagði Hákon en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir