Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mið 09. október 2024 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Kominn aftur til Grikklands þar sem honum líður vel
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason á landsliðsæfingu í gær.
Sverrir Ingi Ingason á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir gekk í raðir Panathinaikos fyrir stuttu.
Sverrir gekk í raðir Panathinaikos fyrir stuttu.
Mynd: Panathinaikos
„Það er alltaf leiðinlegt að lenda í meiðslum en það er partur af því að vera íþróttamaður í dag. Ég var ánægður að sjá hversu vel liðið stóð sig, sérstaklega í heimaleiknum," sagði Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

Sverrir missti af síðasta verkefni vegna meiðsla en hann er núna mættur aftur í hópinn.

„Í mörgum af síðustu verkefnum höfum við náð einni góðri frammistöðu og seinni leikurinn þá ekki fylgt eins vel með. Við setum stefnuna á að tengja saman tvo góða leiki núna og vonandi tvo sigra. Okkur finnst þessi hópur vera kominn á þann stað að við getum gert kröfu á að vinna þessi lið á heimavelli."

Aftur kominn til Grikklands
Sverrir skipti til Panathinaikos í Grikklandi í sumar frá Midtjylland í Danmörku. Blikinn þekkir vel til í Grikklandi eftir að hafa spilað með PAOK frá 2019 til 2023 þar sem hann vann deildina einu sinni og bikarinn tvisvar áður en hann var seldur til Midtjylland á síðasta ári.

„Aðdragandinn var voða lítill. Þetta gekk voðalega fljótt fyrir sig. Ég er gríðarlega ánægður að vera kominn aftur til Grikklands. Maður áttar sig oft ekki á því fyrr en maður er farinn í burtu hversu gott maður hafði það. Ég er kominn í þvílíkt flott félag og það eru skemmtilegir tímar framundan," segir Sverrir.

Stuðningsmenn í Grikklandi eru mjög ástríðufullir en aðdáendur PAOK tóku ekki vel í það að Sverrir færi til Panathinaikos.

„Ég átti áhugaverðan leik þar fyrir nokkrum vikum síðan. Það var lífsreynsla. Fótbolti er eins og hver önnur starfsgrein; það sem er í boði, það verðurðu að taka. Þetta var í boði á þessum tímapunkti og það er gaman að vera kominn aftur til Grikklands. Þú getur ekki gert alla ánægða alltaf."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner