Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mið 09. október 2024 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Kominn aftur til Grikklands þar sem honum líður vel
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason á landsliðsæfingu í gær.
Sverrir Ingi Ingason á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir gekk í raðir Panathinaikos fyrir stuttu.
Sverrir gekk í raðir Panathinaikos fyrir stuttu.
Mynd: Panathinaikos
„Það er alltaf leiðinlegt að lenda í meiðslum en það er partur af því að vera íþróttamaður í dag. Ég var ánægður að sjá hversu vel liðið stóð sig, sérstaklega í heimaleiknum," sagði Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

Sverrir missti af síðasta verkefni vegna meiðsla en hann er núna mættur aftur í hópinn.

„Í mörgum af síðustu verkefnum höfum við náð einni góðri frammistöðu og seinni leikurinn þá ekki fylgt eins vel með. Við setum stefnuna á að tengja saman tvo góða leiki núna og vonandi tvo sigra. Okkur finnst þessi hópur vera kominn á þann stað að við getum gert kröfu á að vinna þessi lið á heimavelli."

Aftur kominn til Grikklands
Sverrir skipti til Panathinaikos í Grikklandi í sumar frá Midtjylland í Danmörku. Blikinn þekkir vel til í Grikklandi eftir að hafa spilað með PAOK frá 2019 til 2023 þar sem hann vann deildina einu sinni og bikarinn tvisvar áður en hann var seldur til Midtjylland á síðasta ári.

„Aðdragandinn var voða lítill. Þetta gekk voðalega fljótt fyrir sig. Ég er gríðarlega ánægður að vera kominn aftur til Grikklands. Maður áttar sig oft ekki á því fyrr en maður er farinn í burtu hversu gott maður hafði það. Ég er kominn í þvílíkt flott félag og það eru skemmtilegir tímar framundan," segir Sverrir.

Stuðningsmenn í Grikklandi eru mjög ástríðufullir en aðdáendur PAOK tóku ekki vel í það að Sverrir færi til Panathinaikos.

„Ég átti áhugaverðan leik þar fyrir nokkrum vikum síðan. Það var lífsreynsla. Fótbolti er eins og hver önnur starfsgrein; það sem er í boði, það verðurðu að taka. Þetta var í boði á þessum tímapunkti og það er gaman að vera kominn aftur til Grikklands. Þú getur ekki gert alla ánægða alltaf."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner