Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 09. desember 2022 15:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bastoni staðfestir að Tottenham hafði samband
Mynd: EPA
Alessandro Bastoni, sem er skotmark Tottenham, staðfestir að enska félagið hafi verið í sambandi við Inter um kaup á sér síðasta sumar.

Bastoni hefur verið skotmark Antonio Conte en þeir unnu saman hjá Inter þegar Conte var stjóri þar.

Inter reyndi að selja leikmenn síðasta sumar til að fá pening í kassann en á endanum fór það svo að Bastoni varð áfram.

Bastoni var lykilmaður þegar Inter varð meistari vorið 2021 undir stjórn Conte. Hann er 23 ára ítalskur miðvörður. Hann segir að hann hafi aldrei íhugað að fara frá Inter.

„Það voru samskipti á milli aðila, en ég er ánægður að ég varð áfram hjá Inter." Tottenham er nú sagt horfa hvað mest til Josko Gvardiol, króatíska miðvarðarins hjá RB Leipzig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner