Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 22:24
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: HK sigraði gegn KR
Mynd: HK
HK 4 - 2 KR
1-0 Loma McNeese ('2 )
2-0 Natalie Sarah Wilson ('19 )
2-1 Makayla Soll ('20 )
3-1 Natalie Sarah Wilson ('34 )
4-1 Ísabel Rós Ragnarsdóttir ('44 )
4-2 Ragnheiður Ríkharðsdóttir ('87 )

HK og KR áttust við í B-deild Lengjubikars kvenna í kvöld og tóku heimakonur forystuna snemma leiks.

Loma McNeese skoraði á 2. mínútu og tvöfaldaði Natalie Wilson forystuna rúmum stundarfjórðungi síðar.

Það var markaregn í fyrri hálfleik og næst var komið að Makayla Soll sem minnkaði muninn fyrir gestina.

Natalie tvöfaldaði forystuna á ný á 34. mínútu áður en Ísabel Rós Ragnarsdóttir setti fjórða mark heimakvenna fyrir leikhlé.

Staðan var því orðin 4-1 þegar lið gengu til búningsklefa og var ekkert skorað í síðari hálfleiknum fyrr en undir lokin. Þar var Ragnheiður Ríkharðsdóttir á ferðinni og minnkaði muninn fyrir KR aftur niður í tvö mörk.

HK er með sex stig eftir þrjár umferðir. KR er með þrjú stig.

HK Sóley Lárusdóttir (80') (m), Natalie Sarah Wilson (86'), Anja Ísis Brown (46'), Loma McNeese, Elísa Birta Káradóttir (86'), Ísabel Rós Ragnarsdóttir (62'), Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir, Ragnhildur Sóley Jónasdóttir (80'), Kristjana Ása Þórðardóttir (62'), Sigrún Ísfold Valsdóttir
Varamenn Hólmfríður Þrastardóttir (80'), Emilía Lind Atladóttir (46'), Hildur Eva Hinriksdóttir (86'), Regína Margrét Björnsdóttir (86'), María Lena Ásgeirsdóttir (62'), Melkorka Mirra Aradóttir (62'), Guðbjörg Guðmundsdóttir (80') (m)

KR Helena Sörensdóttir (m), Kara Guðmundsdóttir (69'), Emilía Ingvadóttir, Anna María Bergþórsdóttir, Katla Guðmundsdóttir (79'), Aníta Björg Sölvadóttir (79'), Koldís María Eymundsdóttir, Þórey Björk Eyþórsdóttir, Hildur Björg Kristjánsdóttir, Makayla Soll
Varamenn Rakel Hrönn Þormar (79), Hanna Katrín Magnúsdóttir (79), Ragnheiður Ríkharðsdóttir (46), Kamilla Diljá Thorarensen (69), Matthildur Eygló Þórarinsdóttir (m)
Athugasemdir
banner
banner
banner