Unglingalandsliðskonan Rebekka Sif Brynjarsdóttir, leikmaður Gróttu, er þessa dagana stödd í Kaupmannahöfn þar sem hún er á reynslu hjá dönsku meisturunum í FC Nordsjælland.
Rebekka er einungis 15 ára gömul (2009) en spilaði þrátt fyrir það 19 leiki í deild og bikar með meistaraflokki síðasta sumar. Hún var á bekknum í liði ársins í Lengjudeildinni, en Grótta var mjög nálægt því að komast upp í Bestu deildina.
Hún er mikið efni og á að baki 15 leiki fyrir unglingalandsliðin, þar af sex leiki og þrjú mörk fyrir U17. Hún er samningsbundin Gróttu út komandi tímabil.
Rebekka er einungis 15 ára gömul (2009) en spilaði þrátt fyrir það 19 leiki í deild og bikar með meistaraflokki síðasta sumar. Hún var á bekknum í liði ársins í Lengjudeildinni, en Grótta var mjög nálægt því að komast upp í Bestu deildina.
Hún er mikið efni og á að baki 15 leiki fyrir unglingalandsliðin, þar af sex leiki og þrjú mörk fyrir U17. Hún er samningsbundin Gróttu út komandi tímabil.
Úr tilkynningu Gróttu
Rebekka hefur í vikunni æft með bæði U19 og aðalliði FCN sem hefur einmitt leik að nýju í dönsku deildinni á morgun eftir vetrarfrí. Nordsjælland er áhugavert félag sem er þekkt fyrir samstarf sitt við akademíur í Gana og Egyptalandi. Kvennaknattspyrnan hjá FCN hefur verið á hraðri uppleið síðustu ár, þrír stórir titlar hafa unnist og jafnrétti innan félagsins er til fyrirmyndar.
Rebekka hefur æft fótbolta með Gróttu frá því í leikskóla og það er einstaklega gaman fyrir hana, fjölskyldu hennar og allt Gróttusamfélagið að hún sé að vekja athygli hjá stóru félagin eins og FC Nordsjælland.
Athugasemdir