Auðun Helgason hefur verið ráðin þjálfari Þróttar Vogum. Hann tekur við af Gunnari Má Guðmundssyni sem var ráðinn þjálfari Fjölnis fyrr í þessum mánuði.
Auðun átti glæstan leikmannaferil á sínum tíma. Hann er uppalinn í FH en hann lék einnig með Leifri, Fram, Grindavík, Selfossi og Sindra hér á landi.
Hann lék einnig í atvinnumennsku í Sviss, Noregi, Belgíu og Svíþjóð. Þá lék han 35 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Hann þjálfaði Fram árið 2013 en hann þjálfaði Sindra í 2. deild síðast árið 2016. Hann var einnig aðstoðarþjálfari Selfoss 2011 og 2012.
Þróttur Vogum leikur í 2. deild næsta sumar en liðið var hársbreidd frá því að komast upp í Lengjudeildina síðasta sumar. Liðið var aðeins einu stigi frá Völsungi sem hafnaði í 2. sæti deildarinnar.
Athugasemdir