Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gabríel Snær framlengir við Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Gabríel Snær Hallsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik.

Gabríel er 18 ára gamall en hann hefur fengið stórt tækifæri með liðinu á undirbúningstímabilinu í vetur. Hann hefur komið við sögu í öllum fimm leikjum liðsins í Lengjubikarnum. Þá skoraði hann í fyrsta leiknum í 3-1 tapi gegn Fram.

Hann hefur einnig leikið einn keppnisleik fyrir liðið en hann kom inn á í lokaleik liðsins sumarið 2023 í 2-0 tapi gegn Stjörnunni.

Gabríel á sex landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og skorað eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner
banner