Gabríel Snær Hallsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik.
Gabríel er 18 ára gamall en hann hefur fengið stórt tækifæri með liðinu á undirbúningstímabilinu í vetur. Hann hefur komið við sögu í öllum fimm leikjum liðsins í Lengjubikarnum. Þá skoraði hann í fyrsta leiknum í 3-1 tapi gegn Fram.
Gabríel er 18 ára gamall en hann hefur fengið stórt tækifæri með liðinu á undirbúningstímabilinu í vetur. Hann hefur komið við sögu í öllum fimm leikjum liðsins í Lengjubikarnum. Þá skoraði hann í fyrsta leiknum í 3-1 tapi gegn Fram.
Hann hefur einnig leikið einn keppnisleik fyrir liðið en hann kom inn á í lokaleik liðsins sumarið 2023 í 2-0 tapi gegn Stjörnunni.
Gabríel á sex landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og skorað eitt mark.
Athugasemdir