Jóhann Berg Guðmundsson var hetja Al-Orobah þegar liðið vann sterkt lið Al-Nassr í sádí-arabísku deildinni í kvöld.
Al-Orobah var með forystuna í hálfleik en Al-Nassr jafnaði metin snemma í seinni hálfleik. Jóhann Berg skoraði sigurmarkið eftir rómlega klukkutíma leik. Hann átti skot af löngu í bláhornið.
Al-Nassr var betri aðilinn í leiknum en það gekk ekkert upp hjá Cristiano Ronaldo og Jhon Duran í fremstu víglínu. Al-Orobah stökk upp í 11. sæti með sigrinum en liðið er með 26 stig eftir 23 umferðir. Al-Nassr er í 3. sæti með 47 stig, níu stigum á eftir toppliði Al-Ittihad sem á leik til góða.
Ivan Toney er búinn að skora þrennu gegn Al-Hilal er í 2. sæti með 51 stig en Al-Ahli með 47 stig í 4. sæti.
Sjáðu markið hér
???? Jóhann B. Guðmundsson (f.1990)
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) February 28, 2025
???????? Al Orobah
???? Al Nassr
???????? #Íslendingavaktin pic.twitter.com/sUwXJitsav
Athugasemdir