Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Jóhann Berg með stórkostlegt sigurmark gegn Al-Nassr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson var hetja Al-Orobah þegar liðið vann sterkt lið Al-Nassr í sádí-arabísku deildinni í kvöld.

Al-Orobah var með forystuna í hálfleik en Al-Nassr jafnaði metin snemma í seinni hálfleik. Jóhann Berg skoraði sigurmarkið eftir rómlega klukkutíma leik. Hann átti skot af löngu í bláhornið.

Al-Nassr var betri aðilinn í leiknum en það gekk ekkert upp hjá Cristiano Ronaldo og Jhon Duran í fremstu víglínu. Al-Orobah stökk upp í 11. sæti með sigrinum en liðið er með 26 stig eftir 23 umferðir. Al-Nassr er í 3. sæti með 47 stig, níu stigum á eftir toppliði Al-Ittihad sem á leik til góða.

Ivan Toney er búinn að skora þrennu gegn Al-Hilal er í 2. sæti með 51 stig en Al-Ahli með 47 stig í 4. sæti.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner