Rodri er byrjaður að sparka í bolta eftir að hafa slitið krossband í september.
Hann var mættur á æfingasvæði Man City í dag og æfði einn. Hann mun að öllum líkindum vera fjarverandi út tímabilið en gæti verið klár fyrir HM félagsliða sem fram fer í Bandaríkjunum næsta sumar.
Rodri hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir Man City liðið sem hefur átt mjög erfitt uppdráttar án hans en liðið er tuttugu stigum á eftir toppliði Liverpool og er fallið úr leik í Meistaradeildinni.
Rodri vann Ballon d'Or verðlaunin fyrir frammistöðu sína með Man City og spænska landsliðinu á síðasta ári.
On the road to recovery ???? pic.twitter.com/WovR8p6417
— Manchester City (@ManCity) February 28, 2025
Athugasemdir