Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 22:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rodri kominn út á æfingavöllinn
Mynd: EPA
Rodri er byrjaður að sparka í bolta eftir að hafa slitið krossband í september.

Hann var mættur á æfingasvæði Man City í dag og æfði einn. Hann mun að öllum líkindum vera fjarverandi út tímabilið en gæti verið klár fyrir HM félagsliða sem fram fer í Bandaríkjunum næsta sumar.

Rodri hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir Man City liðið sem hefur átt mjög erfitt uppdráttar án hans en liðið er tuttugu stigum á eftir toppliði Liverpool og er fallið úr leik í Meistaradeildinni.

Rodri vann Ballon d'Or verðlaunin fyrir frammistöðu sína með Man City og spænska landsliðinu á síðasta ári.



Athugasemdir
banner
banner
banner