
Þá er komið að slúðrinu þennan föstudaginn. Um að gera fá sér kaffibolla og renna yfir þessa mola.
Marcus Rashford (27) er tilbúinn að fara alfarið yfir til Aston Villa en hann er núna á láni hjá félaginu frá Manchester United. (Sun)
Barcelona og Bayern München eru einnig að fylgjast með Rashford. (Football Insider)
Áhugi Liverpool á framherjanum Alexander Isak (25) fer vaxandi en Arsenal hefur einnig sýnt þessum sóknarmanni Newcastle áhuga. (Times)
Arsenal gæti selt framherjana Leandro Trossard (30) og Gabriel Martinelli (23) til að styrkja hóp sinn í sumar. Þeir eru báðir orðaðir við félög í Sádi-Arabíu. (Mirror)
Victor Osimhen (26) er spenntur fyrir því að fara til Manchester United sem þarf þó að hafa betur í baráttunni við nokkur stór félög um hann. Osimhen er þessa stundina á láni hjá Galatasaray í Tyrklandi þar sem hann hefur verið að raða inn mörkunum. (Teamtalk)
Man Utd er tilbúið að losa sig við Rasmus Höjlund (22) til að fá inn Osimhen. (Calciomercato)
Chelsea hefur áhuga á Karim Adeyemi (23), framherja Borussia Dortmund, sem metinn er á 45 milljónir evra. (CaughtOffside)
Manchester City ætlar sér að sækja markvörð sem kemur inn í staðinn fyrir Ederson (31). Félagið er í viðræðum við Porto um Diogo Costa (25). (CaughtOffside)
Bayern München hefur dregið til baka samningstilboð sitt í Joshua Kimmich (30) eftir að hafa pirrað sig á því hversu langan tíma það tók hann að samþykkja tilboðið. (Bild)
Barcelona hefur lýst yfir áhuga á Rafael Leao (25), framherja AC Milan. (Nicolo Schira)
Newcastle er að eltast við James Trafford (22), markvörð Burnley. (Football Insider)
Enska úrvalsdeildin gæti þurft að hafa tvo sumarglugga næsta sumar út af þeirri truflun sem HM félagsliða mun valda. (Guardian)
Athugasemdir