Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 22:03
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Bologna kom til baka og sigraði AC Milan
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bologna 2 - 1 Milan
0-1 Rafael Leao ('43)
1-1 Santiago Castro ('48)
2-1 Dan Ndoye ('82)

Bologna og AC Milan áttust við í spennandi Evrópuslag í efstu deild ítalska boltans í kvöld.

Heimamenn í liði Bologna voru eilítið sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en þó tóku gestirnir frá Mílanó forystuna. Rafael Leao slapp í gegn eftir varnarmistök skömmu fyrir leikhlé, lék á markvörðinn og sýndi yfirvegun til að skora þægilegt mark.

Santiago Castro svaraði fyrir heimamenn í upphafi síðari hálfleiks. Það var heppnisstimpill yfir marki Castro þar sem boltinn datt heppilega fyrir lappirnar hans innan vítateigs, eftir að Milan mistókst að hreinsa aukaspyrnu úr teignum.

Bologna var áfram sterkari aðilinn í síðari hálfleik og verðskuldaði að gera sigurmark undir lokin. Þar var Dan Ndoye á ferðinni þar sem hann kláraði af stuttu færi eftir laglega fyrirgjöf frá Nicoló Cambiaghi. Strahinja Pavlovic varnarmaður Milan dekkaði Ndoye ekki nægilega vel.

Þetta reyndist sigurmark leiksins og urðu lokatölur 2-1 fyrir Bologna, sem klifrar uppfyrir Milan og upp í sjötta sæti Serie A deildarinnar.

Bologna er þar með 44 stig úr 26 umferðum, þremur stigum meira en Milan.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 26 17 6 3 59 24 +35 57
2 Napoli 26 17 5 4 42 21 +21 56
3 Atalanta 26 16 6 4 59 26 +33 54
4 Juventus 26 12 13 1 43 21 +22 49
5 Lazio 26 14 5 7 47 34 +13 47
6 Bologna 26 11 11 4 40 32 +8 44
7 Fiorentina 26 12 6 8 41 28 +13 42
8 Milan 26 11 8 7 38 28 +10 41
9 Roma 26 11 7 8 40 29 +11 40
10 Udinese 26 10 6 10 33 37 -4 36
11 Torino 26 7 10 9 29 32 -3 31
12 Genoa 26 7 9 10 24 34 -10 30
13 Como 26 7 7 12 32 41 -9 28
14 Verona 26 8 2 16 27 54 -27 26
15 Cagliari 26 6 7 13 26 40 -14 25
16 Lecce 26 6 7 13 18 42 -24 25
17 Parma 26 5 8 13 32 45 -13 23
18 Empoli 26 4 9 13 22 43 -21 21
19 Venezia 26 3 8 15 22 41 -19 17
20 Monza 26 2 8 16 21 43 -22 14
Athugasemdir
banner
banner
banner