Það vakti athygli í vetur þegar Óli Valur Ómarsson valdi að ganga í raðir Breiðabliks en hann er uppalinn hjá grönnunum í Stjörnunni. Óli Valur var keyptur frá Sirius eftir að hafa verið á láni hjá Stjörnunni síðasta tímabil.
Óli Valur er fæddur árið 2003 og er gríðarlega kraftmikill leikmaður, hefur leikið sem bakvörður en Breiðablik sá hann sem kantmann. Vegna meiðsla í fremstu línu hefur Óli Valur spilað sem fremsti maður og raðað inn mörkum.
Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, og var hann spurður út í Óla Val.
Óli Valur er fæddur árið 2003 og er gríðarlega kraftmikill leikmaður, hefur leikið sem bakvörður en Breiðablik sá hann sem kantmann. Vegna meiðsla í fremstu línu hefur Óli Valur spilað sem fremsti maður og raðað inn mörkum.
Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, og var hann spurður út í Óla Val.
„Mér þykir vænt um Óla Val, vil honum allt það best og vona að honum gangi sem allra best. Það er gaman að horfa á hann. Hann virðist vera að njóta þess að spila fótbolta, honum gengur vel og vonandi gengur honum sem allra best. Ég mun fylgjast með honum, hvort sem hann er hjá Breiðabliki eða annars staðar og halda með honum," segir Jökull.
Hafðir þú spáð í þeim möguleika að spila honum frammi?
„Nei, ekki sem senter. Ég held að það hafi örugglega ekki verið nein upphafleg pæling hjá Blikunum, þá hefur vantað senter, eru með þrjá öfluga kantmenn og ég er hrifinn af því að þeir hafi prófað þetta. Það virðist hafa gengið vel og verður bara áhugavert að sjá hversu mikið þeir gera það inn í tímabilið eða hvort þeir sæki senter og hafi þá breidd á köntunum. Mér finnst bara mjög skemmtilegt hjá Dóra að prófa þetta, góð pæling og gaman að sjá hvað 'end product-ið' er orðið sterkt," segir Jökull.
Athugasemdir