Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Fjórir úrvalsdeildarslagir í 16-liða úrslitum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
16-liða úrslit enska bikarsins fara fram um helgina og hefst fjörið í kvöld þegar Aston Villa tekur á móti velska félaginu Cardiff City, sem leikur í Championship deildinni.

Það eru þrjú önnur Championship félög komin svona langt í bikarnum og mæta þau öll til leiks á morgun, laugardag. Millwall heimsækir Crystal Palace á meðan Preston og Burnley eigast við í Championship-slag. Þar gæti Stefán Teitur Þórðarson leikið mikilvægt hlutverk í liði heimamanna.

Bournemouth tekur svo á móti Wolves í úrvalsdeildarslag áður en Englandsmeistarar Manchester City taka á móti Plymouth.

Það eru þrír úrvalsdeildarslagir til að ljúka helginni, þar sem Newcastle mætir Brighton á sunnudeginum áður en Manchester United fær Fulham í heimsókn. Hér er um að ræða afar spennandi slagi.

Spútnik lið Nottingham Forest tekur á móti fallbaráttuliði Ipswich Town í lokaleik helgarinnar mánudagskvöldið.

Föstudagur
20:00 Aston Villa - Cardiff City

Laugardagur
12:15 Crystal Palace - Millwall
12:15 Preston NE - Burnley
15:00 Bournemouth - Wolves
17:45 Man City - Plymouth

Sunnudagur
13:45 Newcastle - Brighton
16:30 Man Utd - Fulham

Mánudagur
19:30 Nott. Forest - Ipswich Town
Athugasemdir
banner
banner
banner