Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Afturelding lagði svissneskt lið í æfingaleik
Aron Jó skoraði fyrsta mark Aftureldingar.
Aron Jó skoraði fyrsta mark Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding vann í gær 3-0 sigur á svissneska liðinu FC Bazenheid. Liðin mættust í æfingaleik á Spáni þar sem bæði lið eru í æfingaferð.

Það voru þeir Aron Jóhannsson, Sindri Sigurjónsson og Arnór Gauti Ragnarsson sem skoruðu mörkin. Sindri, sem er unglingalandsliðsmaður, er fæddur árið 2006 og lék á láni með Hvíta riddaranum í fyrra. Spilaðar voru 2x40 mínútur.

Afturelding er að undirbúa sig fyrir átökin í Bestu deildinni og Bazenheid er í fimmtu efstu deild Sviss.

Fyrsti leikur Aftureldingar í Bestu deildinni verður á útivelli gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks þann 5. apríl.

Byrjunarlið Aftureldingar:
Jökull; Georg, Sigurpáll, Axel, Aron Elí; Sævar Atli, Bjartur, Aron Jó; Hrannar, Andri, Ríkharður Smári.
Athugasemdir
banner
banner
banner