David Ornstein, hinn mjög svo áreiðanlegi blaðamaður, segir að það eigi að fylgjast með Neymar í sumar.
Neymar gekk fyrir stuttu í raðir uppeldisfélags síns, Santos, eftir vonda dvöl hjá Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Neymar skrifaði undir stuttan samning við Santos og verður án félags næsta sumar.
Neymar gekk fyrir stuttu í raðir uppeldisfélags síns, Santos, eftir vonda dvöl hjá Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Neymar skrifaði undir stuttan samning við Santos og verður án félags næsta sumar.
Neymar hefur farið vel af stað með Santos en samkvæmt Ornstein er það í pípunum að leikmaðurinn snúi aftur til Barcelona.
Ornstein segir að ekkert sé ákveðið á þessum tímapunkti, en það eru viðræður í gangi.
Pini Zahavi, umboðsmaður Neymar, er með sambönd inn í Barcelona og þetta er möguleiki.
Hinn 33 ára gamli Neymar spilaði með Barcelona frá 2013 til 2017 og átti frábæran tíma hjá Katalóníustórveldinu.
Athugasemdir