Helgi Fróði Ingason skoraði í tapi Helmond gegn toppliði Volendam í næst efstu deild í Hollandi í kvöld.
Volendam komst yfir en Helgi jafnaði metin í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Volendam vann leikinn 3-1. Helmond er í 9. sæti með 39 stig eftir 28 umferðir.
Volendam komst yfir en Helgi jafnaði metin í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Volendam vann leikinn 3-1. Helmond er í 9. sæti með 39 stig eftir 28 umferðir.
Davíð Kristján Ólafsson kom inn á undir lokin þegar Cracovia vann Gornik Zabrze 1-0 í pólsku deildinni. Cracovia er í 5. sæti með 38 stig eftir 23 umferðir.
Atli Barkarson var ónotaður varamaður í 3-2 tapi Waregem gegn Beveren í næst efstu deild í Belgíu. Waregem er á toppnum með 49 stig eftir 22 umferðir.
Mikael Neville Anderson lék allan leikinn í 1-1 jafntefli gegn AGF gegn Randers í dönsku deildinni. AGF er í 3. sæti með 35 stig eftir 20 umferðir.
Athugasemdir