Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 10:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daði Berg í Vestra (Staðfest)
Daði Berg Jónsson.
Daði Berg Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Berg Jónsson, ungur leikmaður Víkings, er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á leið til Vestra. Verður hann lánaður þangað út komandi keppnistímabil.

Uppfært 11:03: Félögin hafa staðfest tíðindin. Í tilkynningu Vestra er hann titlaður sem Súðvíkingur og hann boðinn velkominn 'heim'.

Daði Berg er 18 ára gamall efnilegur leikmaður sem spilar framarlega á vellinum.

Daði kom til Víkinga frá Fram árið 2022 og hefur hann leikið 13 leiki fyrir meistaraflokk Víkings og skorað í þeim þrjú mörk.

Á síðasta tímabili spilaði hann níu leiki í Bestu deildinni og skoraði tvö mörk.

Daði steig sín fyrstu skref í meistaraflokki árið 2023, þá aðeins 17 ára gamall, enda hefur hann tekið gríðarlegum framförum síðustu ár. Daði lék jafnframt sína fyrstu landsleiki á síðasta ári þar sem hann skoraði tvö mörk í tveimur leikjum fyrir U19 lið Íslands.

Það verður svo sannarlega áhugavert að fylgjast með Daða í Vestra.

Kári Árnason segir:
„Daði er klárlega framtíðarleikmaður hjá Víking en aðalmálið núna er að hann spili á hæsta stigi leiksins sem hann er svo sannarlega tilbúinn í. Við erum með gríðarlega sterka miðju í á þessu tímabli og hann myndi alltaf fá spiltíma en það mikilvægasta fyrir Daða á þessum tímapunkti er að hann spili alla leiki. Vestri sýndi mikinn áhuga á að fá hann á láni og teljum við að reynslan sem Daði fær fyrir vestan í sumar verði bæði honum og Víking dýrmæt."
Athugasemdir
banner
banner
banner