Thibaut Courtois, einn besti markvörður heims, mætir aftur í belgíska landsliðsið eftir næstum því tveggja ára fjarveru.
„Ég hitti hann í Madríd fyrir leik Real Madrid gegn Manchester City. Þetta eru frábærar fréttir fyrir belgíska landsliðið," segir nýi landsliðsþjálfarinn Rudi Garcia.
„Ég hitti hann í Madríd fyrir leik Real Madrid gegn Manchester City. Þetta eru frábærar fréttir fyrir belgíska landsliðið," segir nýi landsliðsþjálfarinn Rudi Garcia.
Domenico Tedesco, fyrrum landsliðsþjálfari Belgíu, lenti upp á kant við Courtois og gaf markvörðurinn í kjölfarið ekki kost á sér í liðið.
Courtois var sagður ósáttur að Tedesco hafi ekki íhugað hann sem fyrirliða landsliðsins og hann ákvað að ferðast ekki með liðinu í leik gegn Eistlandi í undankeppni EM á síðasta ári.
„Auðvitað vonast ég til að spila aftur, kveðja almennilega eða byrja spila aftur á fullu. Ég vil endilega spila á HM en við sjáum hvað gerist," sagði Courtois fyrr á þessu ári og núna er hann mættur aftur í liðið.
Courtois hefur á síðustu árum verið einn besti markvörður í heimi og eru það frábærar fréttir fyrir Belgíu að hann mæti aftur.
Athugasemdir