Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Fjölskylda Maradona lifir í stöðugum ótta við mafíuna
Diego Armando Maradona og Dalma dóttir hans á HM 2006.
Diego Armando Maradona og Dalma dóttir hans á HM 2006.
Mynd: EPA
Argentínumaðurinn Diego Maradona lést eftir hjartaáfall árið 2020 en hann er í guðatölu hjá mörgum fótboltaáhugamönnum. Nú standa yfir réttarhöld vegna andláts hans.

Fjölskylda hans hefur sakað lækna sem sáu um hann um vanrækslu og telur að þeir beri ábyrgð á andlátinu. Maradona var 60 ára gamall þegar hann kvaddi heiminn.

Dalma Maradona, elsta dóttir hans sagði fyrir dómi í dag að móðir sín lifði í stöðugum ótta við mafíu sem „stjórni öllu“.

„Móðir mín hefur áhyggjur því hún er hrædd. Hrædd við mafíu sem er með peninga og völd og stýrir öllu. Mamma mín vill ekki að ég tjái mig um þetta en ég get ekki þagað. Ég skulda honum að tjá mig," segir Dalma.

Dalma hefur áður haldið því fram að mafía hafi valdið dauða föður hennar. Hún heldur því fram að það séu til upptökur sem sanna skort á læknisaðstoð sem hann hafi fengið.

Maradona var stórkostlegur fótboltamaður, var stjarnan í sigri Argentínu á HM 1986, en líf hans utan vallar vakti líka mikla athygli. Hann var í slagtogi með mafíunni í Napoli og var háður alkahóli og kókaíni.

Rannsókn á andláti hans sem framkvæmd var í fyrra gaf þá niðurstöðu að hraður og óreglulegur hjartsláttur Maradona hafi annað hvort verið af náttúrulegum ástæðum eða stafað af „utanaðkomandi“ þætti, og þá hugsanlega fíkniefni eins og kókaíni.
Athugasemdir
banner
banner