Hin 22 ára gamla Arna Þráinsdóttir er búin að skipta um félag í Skandinavíu eftir fimm ár hjá kvennaliði Odense í danska boltanum.
Arna er búin að skipta yfir til sænska félagsins Helsingborg sem kaupir hana úr röðum Odense.
Kvennalið Helsingborg leikur í neðri deildum sænska boltans og hefur sett stefnuna á að klífa upp í efstu deild sem fyrst.
Arna spilaði 102 leiki fyrir Odense Q og OB en mun ganga í raðir Helsingborgar um mánaðamótin.
Odense þakkar Örnu innilega fyrir liðin ár og óskar henni velfarnaðar í komandi verkefnum.
Athugasemdir