Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Starf Thiago Motta ekki í hættu þrátt fyrir 'óásættanlega' frammistöðu
Mynd: EPA
Cristiano Giuntoli yfirmaður fótboltamála hjá Juventus segir að þjálfarastarf Thiago Motta sé ekki í hættu.

Gengi Juventus hefur verið afar misjafnt að undanförnu og þrátt fyrir magnaða innkomu Randal Kolo Muani inn í liðið var það slegið afar óvænt úr leik í tveimur keppnum á einni viku.

Fyrst datt Juve úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn PSV Eindhoven, áður en Empoli sló stórveldið úr leik í ítalska bikarnum.

„Starf Thiago Motta er ekki í hættu. Við höfum trú á verkefninu sem er í gangi undir hans stjórn," segir Giuntoli.

„Þrátt fyrir það erum við sammála því að frammistaðan gegn Empoli var óásættanleg."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner