Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sterkur sigur í fyrsta leik Danijels - Ísak skoraði í tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Djuric og Logi Hrafn Róbertsson byrjuðu á bekknum þegar Istraa vann Lokomotiva Zagreb í króatísku deildinni í kvöld.

Istra lenti undir eftir rúmlega stundafjórðung en var búið að jafna tveimur mínútum síðar. Liðið bætti við tveimur mörkum áður en flautað var til hálfleiks. Lokomotiva tókst að miinnka muninn í seinni hálfleik en nær komust þeir ekki. 3-2 sigur Istra staðreynd.

Danijel gekk til liðs við Istra frá Víkingi fyrr í þessum mánuði en hann spilaði síðustu tuttugu mínúturnar í kvöld, hans fyrsti leikur fyrir félagið. Logi Hrafn kom inn á undir lok leiksins. Istra er í 8. sæti með 28 stig eftir 24 umferðir, tíu stigum fyrir ofan fallsæti.

Ísak Bergmann Jóhannesson kom Dusseldorf yfir gegn Greuther Furth með laglegu marki snemma leiks, skot við vítateigslínuna í fjærhornið.

Greuther Furth jafnaði metin stuttu síðar og Julian Green tryggði Greuther Furth sigurinn með marki úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Hann tók mjög slaka spyrnu fyrst sem markvörður Dusseldorf varði örugglega en Green fékk að taka spyrnuna aftur þar sem markvörðurinn var farinn af línunni áður en spyrnan var tekin.

Ísak spilaði allan leikinn en Valgeir Lunddal Friðriksson var tekinn af velli þegar stundafjórðugnur var til loka venjulegs leiktíma. Dusseldorf er í 6. sæti með 38 stig eftir 24 umferðir.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á undir lokin þegar Preussen Munster tapaði 1-0 gegn Schalke en sigurmarkið kom á 86. mínútu. Preussen Munster er í 15. sæti með 23 stig.

Breki Baldursson var ónotaður varamaður þegear Esbjerg vann Koge 2-0 í næst efstu deild í Danmörku. Esbjerg er í 3. sætimeð 34 stig eftir 20 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner