Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 12:39
Elvar Geir Magnússon
Albert mjög óvænt í hóp - Væntanlega með í komandi landsleikjum
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson er óvænt í leikmannahópi Fiorentina en liðið mætir Lecce í ítölsku A-deildinni í kvöld.

Albert var ekki með í síðasta leik Fiorentina vegna meiðsla og miðað við ítalska fjölmiðla var búist við því að hann yrði fjarverandi næstu vikurnar.

En íslenski landsliðsmaðurinn hefur náð sér á miklum hraða og verður því væntanlega með Íslandi í leikjunum gegn Kosóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Þeir verða 20. og 23. mars.

Fiorentina hefur tapað síðustu þremur leikjum og endurkoma Alberts kærkomin fyrir liðið en það verður án mikilvægra leikmanna í kvöld; þar má nefna Adli, Folorunsho, Colpani og Kean.

Þórir Jóhann Helgason er í liði Lecce en hann var ekki með í síðasta leik liðsins vegna meiðsla.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 26 17 6 3 59 24 +35 57
2 Napoli 26 17 5 4 42 21 +21 56
3 Atalanta 26 16 6 4 59 26 +33 54
4 Juventus 26 12 13 1 43 21 +22 49
5 Lazio 26 14 5 7 47 34 +13 47
6 Bologna 26 11 11 4 40 32 +8 44
7 Fiorentina 26 12 6 8 41 28 +13 42
8 Milan 26 11 8 7 38 28 +10 41
9 Roma 26 11 7 8 40 29 +11 40
10 Udinese 26 10 6 10 33 37 -4 36
11 Torino 26 7 10 9 29 32 -3 31
12 Genoa 26 7 9 10 24 34 -10 30
13 Como 26 7 7 12 32 41 -9 28
14 Verona 26 8 2 16 27 54 -27 26
15 Cagliari 26 6 7 13 26 40 -14 25
16 Lecce 26 6 7 13 18 42 -24 25
17 Parma 26 5 8 13 32 45 -13 23
18 Empoli 26 4 9 13 22 43 -21 21
19 Venezia 26 3 8 15 22 41 -19 17
20 Monza 26 2 8 16 21 43 -22 14
Athugasemdir
banner
banner
banner