Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Erfiðir leikir fyrir titilbaráttuliðin
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í spænska boltanum um helgina og hefst veislan í kvöld þegar Real Valladolid tekur á móti Las Palmas í fallbaráttuslag.

Laugardagurinn hefst á tveimur leikjum í Evrópubaráttunni þar sem Girona og Rayo Vallecano eiga heimaleiki gegn Celta Vigo og Sevilla.

Ríkjandi Spánarmeistarar Real Madrid heimsækja svo Real Betis áður en Atlético Madrid fær Athletic Bilbao í heimsókn í stórleik dagsins. Eitt stig skilur Real og Atlético Madrid að í titilbaráttunni.

Barcelona er einnig með í titilbaráttunni og tekur á móti Orra Steini Óskarssyni og félögum í Evrópubaráttuliði Real Sociedad á sunnudaginn.

Villarreal mætir að lokum Espanyol á mánudagskvöldið til að ljúka 26. umferð tímabilsins í La Liga.

Föstudagur
20:00 Valladolid - Las Palmas

Laugardagur
13:00 Girona - Celta
15:15 Vallecano - Sevilla
17:30 Betis - Real Madrid
20:00 Atletico Madrid - Athletic

Sunnudagur
13:00 Leganes - Getafe
15:15 Barcelona - Real Sociedad
17:30 Mallorca - Alaves
20:00 Osasuna - Valencia

Mánudagur
20:00 Villarreal - Espanyol
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 25 16 6 3 54 23 +31 54
2 Barcelona 25 17 3 5 67 25 +42 54
3 Atletico Madrid 25 15 8 2 42 16 +26 53
4 Athletic 25 13 9 3 44 22 +22 48
5 Villarreal 25 12 8 5 48 35 +13 44
6 Vallecano 25 9 8 8 27 26 +1 35
7 Betis 25 9 8 8 32 32 0 35
8 Mallorca 25 10 5 10 24 31 -7 35
9 Real Sociedad 25 10 4 11 23 23 0 34
10 Osasuna 25 7 11 7 29 34 -5 32
11 Sevilla 25 8 8 9 30 35 -5 32
12 Celta 25 9 5 11 36 38 -2 32
13 Girona 25 9 4 12 32 37 -5 31
14 Getafe 25 7 9 9 21 20 +1 30
15 Espanyol 25 7 6 12 24 36 -12 27
16 Leganes 25 5 9 11 22 38 -16 24
17 Valencia 25 5 8 12 25 41 -16 23
18 Las Palmas 25 6 5 14 29 43 -14 23
19 Alaves 25 5 7 13 28 39 -11 22
20 Valladolid 25 4 3 18 16 59 -43 15
Athugasemdir
banner
banner
banner