Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Óvíst hvort Isak verði með um helgina
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Það er bikarhelgi á Englandi og meðal leikja er viðureign Newcastle og Brighton á sunnudaginn. Sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak var ekki með í tapinu gegn Liverpool í vikunni og óvíst er með þátttöku hans gegn Brighton.

„Það er ekki ljóst hvort hann verði með, sjáum hvernig hann verður í dag. Þetta eru ekki langtímameiðsli. Við tókum enga áhættu á miðvikudaginn enda ekki hægt að taka áhættu á þessu stigi tímabilsins," segir Eddie Howe.

Alexander Isak er einn heitasti sóknarmaður Evrópuboltans og Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, segir að sitt lið verði búið undir að mæta honum á sunnudag.

Callum Wilson ætti að vera klár í slaginn hjá Newcastle og þá er möguleiki á að Sven Botman og Joelinton verði einnig leikfærir.
Enski boltinn - Þetta er búið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner