Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho dæmdur í fjögurra leikja bann
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: EPA
Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce í Tyrklandi, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann vegna ummæla sem hann lét falla eftir leik gegn erkifjendunum í Galatasaray á dögunum.

Mourinho hefur einnig verið sektaður um það sem jafngildir rúmlega 6,4 milljónum íslenskra króna.

Mourinho sagði í viðtali eftir markalaust jafntefli gegn Galatasaray að menn á varamannabekknum hjá Galatasaray hefðu hoppað um eins og apar. Þá sagði hann að það hefði orðið stórslys ef tyrkneskur dómari hefði dæmt leikinn en tyrkneska fótboltasambandið ákvað að fá slóvenskan dómara til starfa í leiknum.

Galatasaray hótaði því í kjölfarið að kæra Mourinho til UEFA og FIFA fyrir rasisma en Fenerbahce sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið sagði það illgjarnt að mála Mourinho upp sem rasista.

Núna hefur tyrkneska fótboltasambandið sektað Mourinho fyrir móðgandi ummæli í garð tyrkneskra dómara og í garð andstæðings.

Fenerbahce ætlar að áfrýja dómnum.
Athugasemdir
banner
banner