Juventus var óvænt slegið úr leik í ítalska bikarnum í vikunni eftir tap gegn Empoli í vítaspyrnukeppni.
Empoli tók forystuna í fyrri hálfleik en miðjumaðurinn öflugi Khéphren Thuram jafnaði metin með stórglæsilegu marki í síðari hálfleik.
Thuram var kominn einn á einn gegn varnarmanni innan vítateigs eftir einfalt þríhyrningsspil og tókst að leika á andstæðing sinn með frábærri hreyfingu áður en hann skoraði úr þröngu færi.
Mattia Perin, bikarmarkvörður Juventus, horfði á markið úr um 80 metra fjarlægð og viðbrögð hans við töktum Thuram má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Thuram jafnaði leikinn í 1-1 en hvorugu liði tókst að gera sigurmark og því var gripið til vítaspyrnukeppni.
Sjáðu markið
Athugasemdir