Það er þétt dagskrá í Lengjubikarnum um helgina þar sem yfir 30 leikir munu fara fram í karla- og kvennaflokki, ef veðuraðstæður leyfa.
Veislan hefst í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Víkingi R. í A-deild kvenna á sama tíma og Keflavík og Selfoss mætast við í karlaflokki.
Valur heimsækir Vestra á morgun, laugardag, og eiga Völsungur, Þór og Leiknir R. heimaleiki gegn Fylki, ÍR og Stjörnunni.
Fram og FH eiga þá heimaleiki í A-deild í kvennaflokki.
Á sunnudaginn eru afar spennandi slagir á dagskrá í báðum A-deildum, þar sem kvennalið Vals á heimaleik gegn Tindastóli á meðan Breiðablik heimsækir spennandi lið FHL.
Föstudagur
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
19:00 Keflavík-Selfoss (Nettóhöllin)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 2
20:00 Augnablik-Víðir (Fífan)
20:00 Ýmir-Árborg (Kórinn)
21:00 Víkingur Ó.-Ægir (Akraneshöllin)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
19:00 Tindastóll-KF (Sauðárkróksvöllur)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 1
20:00 KH-Hörður Í. (Valsvöllur)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 2
20:00 Smári-Uppsveitir (Fagrilundur - gervigras)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2
19:00 Stjarnan-Víkingur R. (Miðgarður)
Lengjubikar kvenna - B-deild
19:00 ÍA-Grótta (Akraneshöllin)
Laugardagur
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
15:00 Vestri-Valur (Kerecisvöllurinn)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
15:00 Völsungur-Fylkir (PCC völlurinn Húsavík)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
17:30 Þór-ÍR (Boginn)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
12:00 Leiknir R.-Stjarnan (Domusnovavöllurinn)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
16:00 KV-Kormákur/Hvöt (KR-völlur)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 3
12:00 Grótta-Sindri (Vivaldivöllurinn)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
14:00 Höttur/Huginn-Dalvík/Reynir (Fellavöllur)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 1
16:00 KFR-Hafnir (Domusnovavöllurinn)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 2
17:00 Skallagrímur-Vængir Júpiters (Akraneshöllin)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 1
13:00 Fram-Þróttur R. (Lambhagavöllurinn)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2
11:00 FH-Keflavík (Skessan)
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 2
17:00 Einherji-ÍR (Boginn)
Sunnudagur
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
16:00 Þróttur R.-ÍA (AVIS völlurinn)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
16:00 Þróttur V.-Reynir S. (Domusnovavöllurinn)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 3
14:00 Haukar-Árbær (Knatthús Hauka)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 1
12:00 Elliði-Hörður Í. (Fylkisvöllur)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 1
14:00 Valur-Tindastóll (N1-völlurinn Hlíðarenda)
15:00 Fylkir-Þór/KA (Würth völlurinn)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2
13:30 FHL-Breiðablik (Fjarðabyggðarhöllin)
Lengjubikar kvenna - B-deild
14:00 Grindavík/Njarðvík-ÍBV (Nettóhöllin)
Athugasemdir