Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fim 27. febrúar 2025 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Segja að Arsenal þurfi að selja Trossard eða Martinelli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Daily Mirror greinir frá því að enska stórveldið Arsenal þarf að selja leikmenn í sumar til að kaupa skotmörkin sem félagið hefur sett sér.

Miðjumaðurinn Martín Zubimendi er líklega á leið til Arsenal fyrir 60 milljónir evra, sem er riftunarákvæðið í samningi hans við Real Sociedad.

Hann kemur inn í hópinn fyrir Thomas Partey og Jorginho sem eru að renna út á samningi, þó ekki sé útilokað að Partey geri nýjan samning eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur í liðinu á yfirstandandi tímabili.

Mikel Arteta vill nýjan kantmann og framherja og þarf félagið að selja annað hvort Leandro Trossard eða Gabriel Martinelli til að fjármagna kaupin og skapa pláss í hópnum. Nico Williams, kantmaður Athletic Bilbao og spænska landsliðsins, er talinn vera efstur á óskalistanum ásamt Antoine Semenyo kantmanni Bournemouth.

Félög í Sádi-Arabíu eru sögð vera áhugasöm um Trossard og Martinelli, þó að það sé mikill verðmunur á leikmönnunum vegna aldurs og samningslengdar. Trossard mun eiga eitt ár eftir af samningi næsta sumar en Martinelli er samningsbundinn til 2027 með möguleika á framlengingu til 2028.

Varnarmennirnir Jakub Kiwior og Oleksandr Zinchenko verða þá líklega seldir á meðan Kieran Tierney fer á frjálsri sölu.

Þegar kemur að framherjamálum er Arsenal að horfa til Benjamin Sesko hjá RB Leipzig og Alexander Isak hjá Newcastle, sem gæti þó reynst alltof dýr.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 28 20 7 1 66 26 +40 67
2 Arsenal 27 15 9 3 51 23 +28 54
3 Nott. Forest 27 14 6 7 44 33 +11 48
4 Man City 27 14 5 8 53 37 +16 47
5 Chelsea 27 13 7 7 52 36 +16 46
6 Newcastle 27 13 5 9 46 38 +8 44
7 Bournemouth 27 12 7 8 45 32 +13 43
8 Brighton 27 11 10 6 44 39 +5 43
9 Fulham 27 11 9 7 40 36 +4 42
10 Aston Villa 28 11 9 8 40 45 -5 42
11 Brentford 27 11 5 11 48 43 +5 38
12 Crystal Palace 27 9 9 9 35 33 +2 36
13 Tottenham 27 10 3 14 53 39 +14 33
14 Man Utd 27 9 6 12 33 39 -6 33
15 West Ham 27 9 6 12 32 47 -15 33
16 Everton 27 7 11 9 30 34 -4 32
17 Wolves 27 6 4 17 37 56 -19 22
18 Ipswich Town 27 3 8 16 26 57 -31 17
19 Leicester 27 4 5 18 25 61 -36 17
20 Southampton 27 2 3 22 19 65 -46 9
Athugasemdir
banner
banner