Það fór ekki vel í marga þegar Jurgen Klopp var ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull.
Klopp hætti sem stjóri Liverpool síðasta sumar og sagðist þá vera orkulaus, en hann er núna búinn að finna orkuna aftur með Red Bull.
Klopp hætti sem stjóri Liverpool síðasta sumar og sagðist þá vera orkulaus, en hann er núna búinn að finna orkuna aftur með Red Bull.
Stuðningsmenn Dortmund og Mainz, sem eru þau félög sem Klopp stýrði í Þýskalandi, voru ekki hrifnir af þessi ákvörðun hans.
Leipzig, sem er undir Red Bull samsteypunni, er nefnilega mjög umdeilt félag í Þýskalandi. Félög í Þýskalandi eru í meirihlutaeigu stuðningsmanna. Það eru reglur um það en Leipzig komst fram hjá reglunum þegar Red Bull eignaðist það. Leipzig er því ekki mjög vinsælt í Þýskalandi.
Núna framundan er bæjarhátíð í Mainz og að því tilefni verður gert grín að Klopp. Búið er að gera fígúru af Klopp þar sem hann heldur á Red Bull dós og er með peningavængi. Á fígúrunni stendur svo:
„Þau gildi sem skiptu Klopp máli eru ekki lengur mikilvæg fyrir hann. Red Bull náði að sannfæra hann með miklum peningum."
Hér fyrir neðan má sjá mynd af fígúrunni.
Jurgen Klopp is set to be mocked in Mainz this weekend after his controversial decision to take a job with Red Bull
— Empire of the Kop (@empireofthekop) February 28, 2025
“For Kloppo values ????he no longer cares about, used to matter. Because Red Bull lures with a lot of money, he is now falling off his pedestal with a crash.” pic.twitter.com/xEkdCvtO6T
Athugasemdir